Leiðbeiningar / Algengar spurningar og svör
Hvaða verkefni er ifempower?
Ifempower er verkefni 9 samstarfsaðila frá 7 Evrópulöndum og er fjármagnað af Erasmus+ samstarfsáætlun Evrópusambandsins
Markmið ifempower er efla konur til að hefja eigin rekstur og frumkvöðlastarf. Með hliðsjón af þeim undirbúningsrannsóknum sem fram fóru innan fyrirtækja í Evrópu, á hlutverki kvenna, hindrunum og tækifærum til úrbóta, var sett saman námskeið fyrir háskólanemendur sem eykur þekkingu þeirra á frumkvöðlastarfi og býður handleiðslu og þjálfun til að styðja nemendur til nýsköpunar og stofnun eigin fyrirtækja.
Hvers kyns vettvangur er ifempower vefsvæðið?
Vefsvæði ifempower var sett á fót til að efla konur í frumkvöðlastarfi og nýsköpun í frumkvöðlafærni. Með hagnýtri nálgun er þróun frumkvöðlafærni efld með viðskiptahermi sem byggir á raunverulegum aðstæðum sem upp koma í viðskiptalífinu
Þessi verkfærakista var þróuð sem viðbót við þær stuðningsskrifstofur fyrir kvenfrumkvöðla sem settar hafa verið á fót, en þær gera frumkvöðlum kleyft að leita lausna við algengum vandamálum og áskorunum sem þær mæta
Hverjum gagnast þetta?
Öllum kvenfrumkvöðlum
Er þjónustan frí til afnota?
Þar sem þessi þjónusta er gjaldfrjáls, getur hún hjálpað kvenkyns nemendum og öðrum konum sem hafa áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki, þar á meðal lögfræðileg-, stjórnsýslu-, stjórnunar- eða persónuleg málefni sem byggja á viðtölum við hagsmunaaðila og raunverulegum áskorunum kvenfrumkvöðla.
Hvað eru stuðningsskrifstofur fyrir kvenfrumkvöðla?
ifempower stuðningsskrifstofur fyrir kvenfrumkvöðla styðja konur við stofnun og stjórnun nýrra fyrirtækja, við árangursríkt upphaf starfseminnar og þróun hennar fram á veg, með því að veita upplýsingar, ráðgjöf, handleiðslu, þjálfun og stuðning við fjármögnun fyrirtækja. Þannig munu kvenfrumkvöðlar fá stuðning við að fást við fjölmörgu viðfangsefni sem óhjákvæmilega mæta þeim við stofnun nýs fyrirtækis og rekstur þess.
Nánari upplýsingar um ifempower vefsvæðið má nálgast í notendahandbók þess.