Dæmi

Gergo Vari og fyrirtæki hans á netinu

Gergo Vari and his Enterprise on the InternetGergo Vari var við það að taka stóra ákvörðun um starfsframa sinn. Gergo hafið lokið grunnskóla í Budapest, gengið í amerískan gagnfræðaskóla, útskrifast frá háskóla í Budapest og lokið meistaragráðu í hagfræði við McGill University í Kanada. Í háskólanáminu lauk hann tveim námskeiðum um stofnun fyrirtækja og stjórnun lítilla fyrirtækja, námskeið sem áttu eftir að gagnast honum vel. Hann reyndi að einbeita sér að því að uppfylla draum sinn um að stofna eigið fyrirtæki, en það var erfitt því honum fannst hann skorta reynslu, þekkingu og sambönd. Því til viðbótar, vissi hann ekki hvers kyns fyrirtæki hann ætti að stofna. Að lokum réð hann sig í starf endurskoðanda hjá rótgrónu fyrirtæki og starfaði þar í 6 mánuði. "Ég áttaði mig á því að það að starfa fyrir aðra hentaði mér ekki. Ég er ekki góður starfsmaður."

Lesið meira um árangurssögu Gergo hér (pdf).

Síðast breytt: miðvikudagur, 18. ágúst 2021, 5:17 eh