Jafnvægi vinnu og einkalífs

work life balance

Jafnvægi í lífi og starfi er mikilvægt þeim sem ætlar að verða kvenfrumkvöðull. Samkvæmt rannsókninni sem framkvæmd var í verkefninu (Afurð 1) kom fram að ein af megin hindrunum fyrir jafnrétti á sviði samfélags og vinnumarkaðar er ójöfn verkaskipting milli karla og kvenna, þegar kemur að umönnun og heimilisstörfum.

Félagsfræðilega hugtakið "tvöföld byrði" lýsir því að þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna hafi aukist umtalsvert á síðustu árum, þá sé hin mikið til ósýnilega og ólaunaða vinna við heimilisstörf og umönnun enn talin vera í verkahring konunnar. Svo til að ná árangri sem kvenfrumkvöðull er mikilvægt að tryggja jafnvægi í lífi og starfi.

iFempower mun kynna dæmi frá kvenfrumkvöðlum um það hvernig þær ná jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.

Horfið á eftirfarandi myndbönd, fyrir frekar upplýsingar um jafnvægi milli vinnu og einkalífs


Síðast breytt: miðvikudagur, 18. ágúst 2021, 10:15 fh