Inngangur
Viðskiptaþróun felur í sér verkefni og ferla til að þróa og útfæra vaxtarmöguleika innan og milli fyrirtækja. Hún tryggir virði til langs tíma fyrir fyrirtækið, frá viðskiptavinum, mörkuðum, samböndum, tengslaneti, samningaviðræðum og hagsmunagæslu.
Þetta felur í sér að greina markaðstækifæri og halda stöðugt áfram rannsóknum, þróun, hönnun og prófun nýrrar vöru. Að öðrum kosti staðnar vara fyrirtækisins, heldur ekki í við síbreytilegar kröfur markaðarins.
Námskeiðið í viðskiptaþróun færir verðandi frumkvöðli þannig þekkingu um þróun viðskiptatækifæra, leiðir til að leita uppi arðbær rekstrartækifæri og að tryggja það að fyrirtækið eigi stöðugt erindi á markað.
Að loknum þessum námshluta ættir þú að vera fær um að:
- Skilja hvernig þú kemur fyrirtæki þínu á framfæri
- Skilja grundvallaratriði markaðssetningar
- Setja saman markaðsáætlun
- Skilgreina árangursmælikvarða fyrir markaðsstarf
- Setja fyrirtækinu þínu markmið við markaðssókn
Skráðu þig í námskeiðið til að sjá allar kynningar og spurningalista
Skrá mig