Leiðbeining fyrir kvenfrumkvöðla

mentor


Leiðbeining (e. mentorship) er samband og samstarf milli einstaklinga sem byggir á viðamikilli reynslu leiðbeinandans. Kunnáttu eða færni á tilteknu sviði, hvort er varðar faglega þætti eða persónulegan þroska, er miðlað til þess sem er leiðbeint. Leiðbeining getur þá t.d. snúið að uppbyggingu og myndun tengsla, öflun upplýsinga eða leiðsögn við útfærslu hugmynda.

Við samstarf leiðbeinanda og þess sem þyggur leiðbeiningu skapast vettvangur fyrir samræður þeirra á milli, tveggja manan tal þar sem annar aðilinn fær tækifæri að njóta góðs af reynslu hins. Leiðbeinandinn er sjálfboðaliði sem hefur þegar náð ákveðnum árangri, öðlast kunnáttu og er tilbúinn til að miðla af faglegri þekkingu sinni til hins aðilans.

ifempower handbókin um leiðbeiningu fyrir kvenfrumkvöðla fjallar um leiðir til að byggja upp og útfæra þjónustu leiðbeinanda fyrir frumkvöðla og þá sem hafa hug á að láta viðskiptahugmynd verða að veruleika. Sérhver háskóli getur tileinkað sér þessa aðferðafræði og notið góðs af útgáfu þessari við að byggja upp stuðningsumhverfi fyrir kvenfrumkvöðla

Handbókinni er ekki ætlað að leiðbeina frumkvöðlum um hvernig þeir geta orðið leiðbeinendur. Handbókin útskýrir frekar hvernig má bera kennsl á og sannfæra reynda frumkvöðla um að verða leiðbeinendur.

Nálgist ifempower handbók um leiðbeiningu fyrir kvenfrumkvöðla hér

Síðast breytt: fimmtudagur, 19. ágúst 2021, 5:53 eh